föstudagur, 11. mars 2005

..og dagurinn er heppnaður

Já, kæru lesendur, eftir mjög dræma reynslu á þessum útvarpsleik og nánast uppgjöf ákvað ég samt að prófa einu sinni í viðbót. Ég náði inn og gripurinn er minn. Hann er í hleðslu eins og er, en það líður ekki á löngu þar til ég get prófað eina leikinn (reyndar bara sýnishorn af leik..) sem fylgdi með. Svo á ég nú leiki fyrir gömlu GameBoy Advance, sem virka einnig í þessarri. Djöfulsins gargandi snilld er þetta. Nördinn í mér farinn að láta á sér kræla, meira en áður a.m.k.
X-FM er núna uppáhaldsstöðin mín, óumdeilanlega, og ekki bara af því að ég vann tölvuna heldur spiluðu þeir ekkert nema góða tónlist á meðan ég keyrði upp í húsakynni þeirra að sækja tölvuna. Reyndar var þáttastjórnandinn bara svona hálftíma að ná nafninu mínu, sem gerist reyndar alveg fáranlega oft. Jón Kristinn Kristjánsson? Ó nei.

Fyndið hvað líf smáborgarans getur verið sneisafullt af lítilfjörlegum skemmtunum.

Engin ummæli: