Ég er búinn að sitja hérna óeðlilega lengi, og verð að segja eitt. Svona útvarpsleikir eru leiðinlegir. Það er alveg augljóst að maður á aldrei eftir að komast inn á línu hjá þeim, þar sem ég prófaði að bjalla þangað uppeftir þegar það ætti ekki að vera að gefa rassgat, en samt er á tali. Stanslaust.
Þetta er ekkert nema fáranlegt, að hanga svona á línunni allan tímann. Og eftir þessa miklu hlustun á stöðina, þá er ég algjörlega kominn með leið á þessarri ömurlegu útvarpsstöð. Svona eitt af hverjum tíu lögum er ágæt. Takið eftir, ég segi ágæt. Og þá meina ég ágæt í nýju meiningu orðsins, þ.e.a.s. ekki þessi sem var oft notuð á grunnskólaprófunum.
Ég kaupi þessa blessuðu tölvu bara einhverntímann þegar ég er orðinn ríkur. Og þá ætla ég líka að stofna mitt eigið ríki, þar sem útvarp er ekki til. Fólk hlustar bara á það sem það vill hlusta, prívat og persónulega. Engar auglýsingar. Enginn skítur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli