Aldrei þessu vant þá tók ég mig til og fór upp í Þjóðarbókhlöðu og lærði heima. Og það á Laugardegi.
Þessir tveir dagar af einveru, þar sem móðir mín og faðir eru í Argentínu, hafa gengið mjög vel. Reyndar er stofan í góðri stemningu, ef stemning er samheiti yfir rusl, en síðustu chill hafa endað með miklu poppi á gólfi.
Ég horfði á afar skemmtilegan þátt í gær, að nafni Queer Eye for a Straight Guy. Flestir hafa verið að missa sig yfir þessum þætti, en ég hafði aldrei nennt að kíkja á hann. Fyrr en núna. Þetta er alveg hreint frábær skemmtun. Þeir eru svo einlægir og ráðagóðir, að það er ekki hægt annað en að dýrka þá. Svo er þetta svo langt frá því að vera eins asnalegt og þættir eins og Innlit-útlit, þar sem að í þessum þætti er svo margt sem hægt er að læra af. Þeir eru þarna til að sýna manni eitthvað nýtt og spennandi, og í leiðinni eru þeir bara mjög kímnir og flippaðir. Alveg tvímælalaust eitt besta sjónvarpsefni sem ég hef séð.
laugardagur, 12. mars 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli