Mig langar samt mest bara til að sofa, þó það rökrétta væri að byrja að læra svo ég sé ekki algjörlega í ruglinu þegar skólinn byrjar aftur. Það sem væri líka ennþá sniðugra væri að taka til í íbúðinni. Svona, hreinsa burt pizzu afgangana, þrífa glösin.
Það er alveg ótrúlegt hvað manni tekst að eyða miklum peningi í mat. Man eftir því að það helsta sem sumarlaunin mín fóru í, var matur. Það og eitt stykki sjónvarp. Núna, í staðinn fyrir að taka með mér nesti, sem væri auðvelt en ég er bara svo ótrúlega latur, þá fer ég í Matsölu Menntaskólans við Hamrahlíð og kaupi mér einhvern sora. Þótt ótrúlegt megi virðast þá kostar það pening. Kapitalísmi. Gott mál.
Hvað í fjandanum? Afhverju liggur kapall frá þaki Raunvísindadeilar Háskóla Íslands yfir á þakið í minni kæru blokk?
Ég er orðinn varanlega skaddaður af hræðilegri fíkn. Efnafíkn hrjáir marga. Aðrir hafa óstjórnanlega löngun til að snýta sér í skyrtur annarra. Fleiri en einn hefur verið háður símanum sínum. Enn aðrir hafa svo minnisleysi, hvernig sem það nú tengist fíkn. En ég. Ég er með trailer-fíkn. Ég hef aðeins nýverið komist að þessu hrikalega sjúkdómseinkenni, en ég horfði á síðustu 48 klukkutímunum á The Life and Death of Peter Sellers sýnishornið u.þ.b 11 sinnum. Þar á undan sat ég við tölvuna, vafrandi um Apple trailer síðuna, leitandi að áhugaverðum myndum sem ég gæti séð örlítinn myndbút úr. Óáhugaverðar myndir á borð við Boogeyman, The Ice Princess og óbeinu framhaldi af Jumanji - sem í stað frumskógar, sendir krakkana út í geim og allar þær hættur sem honum fylgir.
Þetta væri ekkert slæmt, eða ekki heilsufarslega slæmt, ef ég hefði ekki þann gríðarlega veikleika að velta mér endalaust upp úr áhugaverðum myndum. Um leið og ég sé örlítinn vott af jákvæðum hlutum í trailer fer huginn minn að reika um hversu óendanlega góð þessi mynd gæti verið. Í framhaldi af því kem ég þeirri hugmynd í hausinn minn að ég sé tilbúinn til að gera allt, til þess eins að sjá þessa mynd. Slíkt getur varanlega skaðað dýrmæta heilann minn, svo ekki sé minnst á mitt, nú þegar tómkennda, peningaveski.
Ég kýs að kalla þennan grafalvarlega sjúkdóm Hornsýnisheilkenni, eða Traileritus á ensku.
Lögin: The Who - Baba O' Riley og Won't Get Fooled Again
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli