föstudagur, 18. mars 2005

Heimur versnandi fer?

Ég fór á bjórkvöld í gær. Ekkert rosalega spennandi kvöld, hefði ekki verið fyrir hina bráðskemmtilegu nemendafélagskosningu. Súrt samt, gaurarnir í Siggi & Co. töpuðu fyrir Auðum og Ógildum í kosningu um Vefnefnd, sem sáu sér ekki fært að mæta á staðinn. Eitthvað tók staðurinn illa í það að ég ákvað að hrópa niðvísur um vinningsflokkinn, þar sem ég tel það ákveðinn metnað að mæta á kosningavöku og finnst Siggi og félagar hafa átt að vinna fyrir það eitt. Gaurinn fyrir framan mig stóð upp, greip í peysuna mína og hvíslaði að mér 'Heyrðu, væni minn. Ég skal sko láta þig vita að Auður er góð vinkona mín og ég vil ekki heyra eitt aukatekið orð um hana og meint lauslæti hennar.'
Við horfðumst í augu, eitt augnablik, á meðan ég losaði hendina hans af peysunni minni. 'Ertu að leita að vandræðum, væni minn?' spurði ég. 'Því það var sko ekki það sem ég er að gera. Einungis vil ég sanngjarna kosningu fá.'
Að svo mæltu var mér kastað út, en ég komst aftur inn um nærliggjandi glugga, guði sér lof. Þannig að af þessari dæmisögu má draga ákveðinn boðskap. Ekki mæta á shooters í gallabuxum. Þær eru vísar til að rifna á mölinni fyrir utan.
Ég væri ekki jafnþunnur og ég er núna - og það er nákvæmlega einn dagur síðan ég var ölvaður - ef ég hefði ekki gengið á skápinn heima hjá Helga, þegar ég ætlaði að ganga fram á klósett. Maður lifir í voninni um að fá klósettið í skápinn, einn daginn.

Leikritin:
Kaffi KASH (MK)
Múlan Rús (FG)

Engin ummæli: