Það er kominn nýr trailer af Sin City, kvikmynd eftir samnefndum myndasöguflokki frá Frank Miller. Hér sést í persónu Michael Clarke Duncan, sem lítur einkar vel út með gullauga í miðjum svart-hvíta stílnum. Djöfull er ég farinn að hlakka til útgáfudags þessarar myndar - hornsýnisheilkennið farið að láta á sér kræla. Einhvernveginn er mér alveg sama þótt þetta verði hrikalega ofleikin mynd, eða ótrúverðug. Stíllinn einn á eftir að halda áhuga mínum í gegnum áhorfið.
Mér finnst ekkert skemmtilegra en að sjá breytingar. Ég fyllist ánægju þegar ég keyri framhjá Hringbrautarframkvæmdunum og sé að á nokkrum dögum eru þeir búnir að koma upp tveimur, ókláruðum að sjálfsögðu, slaufubútum. Það verður svo rosalegt að sjá þetta fullklárað, og möguleikar á stækkun borgarinnar í svæði gömlu Hringbrautarinnar.
laugardagur, 19. mars 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli