Ég bý á Blågårdsgade, sem liggur á Nørrebro. Það er, samkvæmt íslenskum fréttum, stríðsástand á Nørrebro. Það er dálítið ýkt.
Af og til eru hinar ýmsu skotárasir, þá oftast aðeins lengra upp Nørrebrogade en þar sem ég bý. Tveir færeyingar voru t.d. svo óheppnir að hjóla hægt niður eina götu, í leit að skemmtistað. Þeir vissu ekki að það er svakalega grunsamlegt, að minnsta kosti hvað varðar götugengin, að hjóla hægt. Það endaði ekki vel fyrir þá færeyinga.
En þetta eru bara fréttir. Ég hef ennþá ekki séð, né heyrt í skotárásum. Geri þannig séð bara ráð fyrir að ef ég held mig við dagsljós og þá minnst skuggalegu skemmtistaði og kaffihús, er ég ekki í neinni hættu sem ég gæti hafa forðast annars. Ef "rokkararnir" ákveða að fara að drulla haglaskotum á vegfarendur um miðjan daginn á Blågårdsplads, fer ég kannski að íhuga að flytja. En þangað til líður mér bara mjög vel á Nørrebro.
Annars unnum við í vinnunni verðlaun fyrir bestu auglýsingu á Zulu Awards. Auglýsinguna getiði séð á heimasíðunni okkar.
fimmtudagur, 5. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það er sem sé örrugt að búa á Nörrebrö ef maður passar bara að: vera ekki í leðurjakka þegar maður fer út, ganga, hjóla eða aka ekki of hratt eða of hægt, ekki horfa of mikið í kringum sig utan dyra, ekki fara út eftir myrkur o.s.frv.
Verðlaunaauglýsingin er flott!
Skrifa ummæli