Í dag er 2. janúar. Árið er 2009. Velkomin í framtíðina.
Heilt ár er liðið. Eitt atburðarríkt ár. Ég ætlaði að gera fullt, sem ég svo aldrei gerði. Ég ætlaði að verða núdisti. Það heppnaðist aðeins að hluta til, enda var ég alls ekki lítið allsber á síðasta ári. En meðlimur af núdistafélagi Danmerkur varð ég aldrei. Ég ætlaði að ferðast til Japan. Þangað fór ég ekki. Ég ætlaði að skipta um banka en endaði með að vera sáttur við helvítis Sydbank að mestu leiti. Hefði ég farið til Japan væri ég nú búinn að koma út fyrir Evrópu í fyrsta skipti.
En það er svo þunglyndislegt að hugsa um allt sem maður náði ekki að gera. Það er svo lítilvægt miðað við það sem ég náði að gera. Nektarmyndataka í Frímúrarahúsi, drekka bjór á pramma í miðri Kaupmannahöfn, hitta fullt af skemmtilegum og falleg kvenmönnum, hoppa nakinn í Søerne, hætta bæði í tveggja ára sambandi og háskóla á sama tíma, vera nakinn á Íslandsbryggju, búa með 6 norðmönnum í sama húsi, fara í sturtu í bala, sjá nafnið mitt á tjaldinu í kvikmyndahúsi, kaupa gítar, verið óhamingjusamlega ástfanginn (sem var í tísku árið 2008, en verður ekki í tísku 2009) og kenna í gamla skólanum mínum. Svo bara sumt sé nefnt.
Allt í allt var þetta atburðarríkt og geðveikt ár. Og ef það er eitthvað sem ég hef lært af því þá er það að maður veit aldrei hvað gerist og að einn mikilvægasti eiginleiki sem hægt er að hafa er að kunna að láta hluti koma sér á óvart.
Já, og að þynnkudagar geta verið bestu dagarnir. Nú bíð ég spenntur eftir degi #3 á árinu 2009.
föstudagur, 2. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það var svo margt í tísku árið átta sem verður ekki í tísku árið níu. Meðal annars að vera skotin í mörgum í einu. Ég held það verði bara ekki í tísku að vera skotinn, sér í lagi óhamingjusamlega ástfanginn. Er það ekki hlutmengi í að vera skotinn?
Skrifa ummæli