Þetta er afar sniðugt. Skrifar inn texta, eða smellir inn link á bloggið þitt (eða hvað sem er, þannig séð) og forritið býr til orðaský handa þér. Tók víst bara nokkur af nýjustu færslunum hjá mér, en ansi töff pæling samt sem áður.
Fyrir viku síðan endaði ég með að vaka alla nóttina í kollegíu á Gyldenløvesgade. Ég horfði nefninlega á kosningarnar í USA, eins og margir aðrir gerðu væntanlega. Obama vann og tilfinningin var mögnuð. Hver veit hvaða raunveruleg áhrif, ef einhver, þetta hefur á heiminn. En það er eitt ljóst, hann hefur ótrúlega hæfileika til að grípa athygli okkar. Og á jákvæðan hátt, ekki á sama hátt og W. Og það gerir mig vongóðan um að það komi betri hlutir frá Ameríku næstu árin.
Allaveganna, núna fer að styttast í Íslandsferð. Einn og hálfur mánuður, ef ég er að reikna rétt upp í hausnum á mér akkúrat núna. Á Íslandi er mikið af fólki sem ég hlakka til að sjá, en til Íslands koma líka systur mínar. Sérstaklega ætti ég að nefna kasóléttu, elsku litlu systur mína Freyju. Sú staðreynd vekur mikla ánægju frá mér, ekki bara af því að það er æðislegt að systir mín er að eignast barn. Það sem vekur sérstaka ánægju er að ég er að fara að eignast frænku! Lítið barn sem á eftir að líta á mig, hugsa "Hver er þetta?" og ég á eftir að segja "Ég er frændi þinn, Jón." Og frá því augnabliki á ég eftir að kenna henni allt sem ég kann, sem mamma hennar þorir ekki að kenna henni. Og þegar hún er ekki alveg orðin nógu gömul til að drekka, hittir hún Jón frænda sem gefur henni einn lítinn bjór. "Og ekki segja mömmu þinni frá þessu.."
þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
til hamingju. aftur. og líka til Freyju.
HAHAHAHAHAHAHAHAHA.
"Hver er þetta?" og ég á eftir að segja "Ég er frændi þinn, Jón."
hahahaha. þetta barn á eftir að elska þig og síðan þroskast fram úr þér. allavega málfarslega.
einn lítinn bjór ? Ef ég þekki þig rétt verður það kippa og svo skot af fishermans! ;)
Ég veit ekki betur en að ég sé STÓRA systir þín!! Þó þú sért kannski hærri en ég. En ég er allavega með stærri bumbu en þú!!! Hlakka líka til að sjá þig um jólin.
knús Freyja
Freyja ég er sennilega með stærri bumbu en þú en þó ekkert yndislegt í minni ... En ég hlakka rosalega til að sjá hvað er í þinni.
Mér finnst nú málfarið ágætt hjá þér Jón - af Dana að vera!
Skrifa ummæli