Þetta er mynd af mér og Olgu, þegar ég kom heim á föstudagsnótt fyrir rúmri viku síðan. Ég kom heim kl. 8 um morguninn og settist niður í sófa með kebab og ætlaði að horfa á bíómynd þegar alltíeinu hreyfist eitthvað í rúminu mínu. Sambýliskonan mín hafði víst hleypt inn Olgu, sem hafði misskilið fyrri hluta skilaboðs míns um að "hitta mig og svo geturðu bara gist hjá mér." Það er óhætt að segja að ég hafi fengið hjartaáfall, þar sem ég var handviss um að nú lægi einhver róni í rúminu mínu, sem Jolle (sumsé, sambýliskonan) hafði hleypt inn.
Annars er lífið ágætt. Ég keypti mér gítar og hann hljómar geðveikt vel. Þ.e.a.s. þegar einhver annar en ég spilar á hann. Það er lítið að gera í vinnunni eftir að ég kláraði að klippa showreel fyrir stúdíóið.
Ég er farinn að hlakka geðveikt til að koma til Íslands um jólin. Og þá ekki minna að fljúga heim með Olgu, sprellkonunni sjálfri. Ég býst fastlega við að drukkið verði rauðvín í þeirri ferð.
Það er einfaldlega ekki hægt að sofna í þessari íbúð. Annaðhvort hefur Jolle gleymt að slökkva á sjónvarpinu og ég meika ekki að læðast inn og slökkva á því sjálfur af hræðslu við að hún liggji þarna nakin í sófanum. Eða þá er kötturinn sem kann ekki að mjálma eðlilega fyrir utan hurðina mína að mjálma endalaust.
Orð dagsins: Nix
Áhugamál vikunnar: Hin ýmsu áhrif snapsdrykkju
Frumefni mánaðarins: Praseódým (59 - Pr)
þriðjudagur, 9. desember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
og kannski búin ad gubba á sig líka.
thessi saga med mig í rúminu er miklu fyndnari ef allt hitt er talid upp sem ég gerdi thetta sama kvold. en thad bídur thar til vid lendum á íslandi og erum med bjór vid hond.
og mér heyrist ad thú viljir fara ad flytja í thína eigin íbúd?
þú mátt skila kveðju til kattarins frá mér ! ... ég hlakka til að hitta ykkur á íslandi. Ég er sjálfur mættur þangað og það er flottur jólasnjór sem vonandi ætlar að bíða eftir ykkur...
Skrifa ummæli