laugardagur, 25. október 2008

Microsoft og Hommafóbía



Jæja, hó hó! Hérna er nýafstaðið verkefni frá stúdíóinu sem ég vinn fyrir.

Þetta er auglýsing fyrir Microsoft Office pakkann, sem ég skannaði/litaði og sá um compositing* fyrir. Mjög áhugavert verkefni, tók ekki langan tíma og það var gaman að segjast hafa unnið fyrir Microsoft.

Hinsvegar ákváð Microsoft að láta eins og fávitar þegar við vorum búin að klára auglýsinguna. Ef þið eruð búin að horfa á þetta, þá tókuð þið kannski eftir einni senu þar sem það virðast vera tvö Word lógó að stunda kynlíf. Þegar framleiðslufyrirtækið sem við unnum með sýndi Microsoft auglýsinguna báðu þau okkur um að censora þessa senu. Við spurðum í kjölfarið Microsoft fólkið afhverju það ætti að censora akkúrat þessa senu og ekki aðra kynlífssenu á milli tveggja mismunandi lógóa. Við spurðum hvort þau hefðu einhverja mjög undarlega, abstrakt fóbíu fyrir samkynhneigð. Þar að auki var þetta þeirra eigin hugmynd. Það þarf einhverja sérstaka snilldargáfu að finnast hugmyndin af tveimur Word-lógóum að stunda kynlíf á tröppum fyrir utan skemmtistað fáranlega góð á pappír, og að finnast það svo einum of hýrt og ekki mönnum sæmandi þegar það er svo teiknað, litað og sýnt á skjá.

Það endaði svo með aðeins styttri senu, og hjörtum eftir á. Svona svo þetta væri ekki of hart. Já, og svo breyttu þeir laginu svo það væri aðeins meira sykursætt.

Hey, já. Svo horfði ég loksins á Iron Man. Frábær afþreying. Downey Jr. er æðislegur.

* Compositor er sá sem setur saman alla mismunandi hluta af senu, þ.á.m bakgrunn, effekta o.s.frv. Í sumum tilvikum er þetta ekki neitt svakalega stór hluti af vinnunni en í þessu tilviki var þetta 2/3 af öllum þeim tíma sem fór í að gera myndina. Allt sem er ekki lógóin, er composit vinna hér. Ljós, kameratúrar, hreyfingar á sápukúlum, speglun í gólfinu, setja saman hóp af fígúrum og fleira.

5 ummæli:

Freyja sagði...

'Eg hugsaði einmitt "vá en dónó" þegar ég sá ww gera do do. En ég var ekki að spá í samkynhneigð, mér datt það ekki einu sinni í hug fyrr en þú sagðir það. Ég tók ekki eftir hinum lógóunum að stunda kynlíf. Kannski eru þau bara ekki eins áberandi, og þess vegna settu þeir meira út á ww ???!!!

Nafnlaus sagði...

hahahaha... en já ég er sammála Freyju, hin lógóin gætu verið bara að kela, en W eru augljóslega eehhm með standpínu og já bara á fullu!!

Fríða

Helgi sagði...

snilld ... mjög skemmtilegt.

ps. Þú mátt alveg fara að svara mér á fésbók. Held ég hafi skrifað á vegginn þinn fyrir nokkru hvernig við gætum nelgt þetta story board. Bara svo ég viti hvenær þú hefur tíma :)

Salóme sagði...

Algjörlega frábært.!

Nafnlaus sagði...

ég hata samkynhneigt fólk en elska tvö word icona stunda kynlíf. ég hlýt að vera öfugsnúin.

gerir það mig að word?

ef við værum öll eitthvað microsoft forrit, hvað myndum við vera? ég held að ég sé...outlook.

annars get ég alveg sagt þér að það er ekki svona mikið partý hjá PC tölvum.