Jæja, ég ákvað að skella einni té-skyrtu hugmynd inn á threadless.com fyrir keppnina þeirra undir nafninu threadless loves travel. Skemmtilegt nokk er þessi keppni haldin í samvinnu með Icelandair. Þar af leiðandi er hluti af verðlaununum miðar til Íslands. Allaveganna, ef þið hafið tíma megið þið gjarnan skella ykkur inn og gefa hugmyndinni einkunn. Smellið á myndina hérna fyrir neðan og skapið ykkur notendanafn á síðunni.
Það er ekki mikið að frétta af mér, annars. Ekkert sérstaklega mikið að gera í vinnunni, en ég byrja bráðum að kenna í Borups. Ekki er ennþá búið að skjóta mig á hættulegum götum Nørrebros. Ég keypti húsgögn í herbergið mitt, löngu tímabært. Og ég keypti mér iPod nano, sem er unaðslegt fyrirbæri. Ég kem til Íslands 22. des og ætla að krassa húsið hennar Katrínar og halda partý.
föstudagur, 24. október 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
mmmmmmmmm. krassa húsið mitt. partý. mmmmmm.
Skrifa ummæli