Jæja, þá er kallinn mættur til heimalandsins. Og kannski alveg við hæfi að mæta þegar Íslendingar eru stoltastir. Daginn eftir að ég lenti, lentu sumsé, eins og allir vita, silfurstrákarnir. Ég fór að sjálfsögðu út á Arnarhól og tók á móti þeim. Súrrealístisk stemning hófst með Páli Óskari að reyna að troða öllum hitturum sínum inn í athöfnina, með afsökunum á borð við "Ég er viss um að strákarnir okkar hugsuðu allan tímann um ást, þegar þeir kepptu á móti Spánverjum" og söng síðan eitthvað af sínum mörgu lögum um ást. Laddi kom inn og tók einhvern sketch og tæknimaður og sjúkranuddari landsliðsins var fagnað af nánast jafnmiklum krafti og Ólafur Stefáns. En þetta var alveg mjög gott stuð og ég er að sjálfsögðu mjög stoltur yfir frammistöðu liðsins.
En núna veit ég ekkert hvað ég á að gera. Allir eru svo uppteknir að ég sit mestallan tímann bara heima og hlusta á Best of Chuck Berry diskinn hans pabba.
Annars er í fréttum að ég tók á móti Helga Rafni á Lúfthöfninni í Köben síðasta Sunnudag. Við keyrðum með lest til Lund að hitta Torbjorn og Hrafnhildi sem ætluðu að skaffa þak yfir höfuð Helga næsta hálfa árið. Kallinn er meira að segja búinn að stifta nýtt blogg sér fyrir Svíþjóðar skandala sína.
Núna ætla ég bara að vona að Egill sé laus svo við getum skellt okkur niður í bæinn í einn bjór eða tvo. Ef þið eruð að lesa þetta blogg frá Íslandi, og eruð ekki með nýja númerið mitt, þá er það 867-0121.
fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
takk fyrir auglysinguna ;)
jájájá ég er til í bjór, komdu bara yfir!
Skrifa ummæli