Ég fór á Flaming Lips tónleika í gær. Jakob hafði kynnt fyrir mér sýningahæfileikum þeirra á DVD diski með tónleikum þeirra í Óklahóma, heimabæ þeirra. Ég var ekki að búast við svipuðu showi í gær, þar sem tónleikarnir voru haldnir í Tivoli í Köben. En sannleikurinn var sá að þetta var með bestu upplifunum lífs míns. Það er ekki hægt að lýsa þessari magísku upplifun í orðum, þegar þú lítur upp í himininn og sérð konfettí rigninguna velta yfir þig úr hinum ýmsu fallbyssum af sviðinu í byrjun viðlags Do You Realize??. Það voru svo margir hápunktar að ég get ekki ákveðið mig hver var sterkari.
Fyrir 85 kr danskar, er ekki hægt að kvarta yfir neinu á þessum tónleikum.
Ég keypti Little Miss Sunshine á DVD um daginn. Var að horfa á hana í dag. Hún er alveg jafn skemmtileg, falleg og fín og ég mundi eftir. Ef einhver er ekki búinn að sjá þessa mynd, þá er hún skylduáhorf næst þegar þið leigið ykkur DVD.
Þáttaröð vikunnar: Hin vanmetna, sem náði ekki lengra en eina seríu á meðan rusl eins og King of Queens er í tíundu seríu, Studio 60 on the Sunset Strip.
laugardagur, 9. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Flaming Lips kunna að halda helvíti netta tónleika, því get ég verið sammála. Fór söngvarinn inn í uppblásinn bolta og labbaði á crowdinu?
Já, algjörlega! Ég var aðeins hárbreidd frá því að snerta helvítis boltann, þegar fólk byrjaði að rúlla honum í hina áttina. Djöfulsins fólk.
Skrifa ummæli