laugardagur, 5. júlí 2008

"One, two, three.. " - "Wait, wait.. one, two, three and then go?"

Lethal Weapon serían er afskaplega merkilegt fyrirbæri. Allir þekkja myndirnar, en þegar ég hugsa út í það man ég aldrei hvað gerist í hvaða mynd. Ég man eftir svona.. hvað á maður að kalla það? Hápunktarnir í seríunni. En ég man aldrei í hvaða mynd þeir birtast.

Þannig að ég ákvað að horfa á alla seríuna. Ég byrjaði á númer tvö. Af því að ég hélt að númer eitt væri sú sem að ég mundi best eftir, og að ég hefði aldrei séð númer tvö.

Lethal Weapon 2

Einu sinni voru hryðjuverkamenn ekki búnir að ráðast á Bandaríkin og þá þurftu handritshöfundar að vera aðeins hugmyndaríkari hvað varðar vondu kallana í hasarmyndum. Skúrkarnir í Lethal Weapon 2 er National Party diplómati frá Suður Afríku og fylgismenn hans, sem í byrjun myndarinnar eru að smygla peningum. Mitt í öllu þessu mótmælir fólk hart fyrir utan skriftofu diplómatans gegn kúgun þeirra á Suður Afrísku fólki. Þetta setur mjög góðan tímaramma á myndina, auk þess að vera ansi frumlegt. Lethal Weapon 2 er þess vegna komin á gott ról alveg frá byrjun.

Jæja, þá er bara að fara í aðalatriðin. The good stuff. Það sem gerir Lethal Weapon að Lethal Weapon.

Myndin byrjar á því að Riggs og Murtaugh gera eitthvað fáranlegt og sprengja upp hluti: Já
Fylgismaður drepinn af höfuðskúrki í byrjun myndar: Já
Roger Murtaugh missir sig yfir einhverju varðandi elstu dóttur sína: Já
Martin Riggs hittir hina einu sönnu: Já
Riggs fer úr lið: Já
Murtaugh sér eftir því að hafa gert eitthvað: Já
Riggs eyðileggur bílinn hans Murtaugh: Já
Riggs gerir grín að Murtaugh á löggustöðinni: Já

8 af 8. Mjög gott. Klárlega eðal Lethal Weapon fílingur á ferð þarna.

Hápunktar myndarinnar: Klósettsprengjan, Kynlíf, Þyrluárás á hjólhýsið, Van Den Hagendaas drukknar, Húsið á stólpunum.

Já, og þetta, sem er mögulega besta atriðið í allri seríunni:


2 ummæli:

Atli Sig sagði...

Ekki hét hún Van Den Hagendaas? :D

Mér finnst annars snilld að láta "The Love Interest" deyja. Æðislega kalt! Ég held að Nr. 2 sé besta í seríunni. Nr. 3 er aftur á móti verst, aðeins of heimskuleg barasta. En húmorinn bjargar nr. 4.

1 inniheldur samt bestu línuna: "Yeah, all dressed up and no one to blow."

Jón Kristján sagði...

Nei, hún hét Van den Haas, eða eitthvað álíka. Já, að drepa love intrests er fáranlega góð pæling, en ekkert notað í hinum myndunum. Þar af leiðandi er nr. 2 klárlega best. Ég skal skrifa um númer þrjú seinna.