Ef ég sé enn einn kattakúkinn fyrir utan hurðina mína fer ég og myrði þessa tvo ketti. Þetta eru alveg fáranlegustu kettir sem ég hef nokkurntímann deilt íbúð með. Einn þeirra kúkar út um allt, og alltaf annaðhvort rétt fyrir framan klósettið sitt, eða í rúmið mitt.
Og hinn kötturinn er bara skrítinn. T.d. núna labbaði hún inn í herbergið mitt og kveikti á tölvunni minni og setti tónlist í gang. Ég er pínu hræddur við þann kött.
föstudagur, 18. júlí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
haha
Ekki skrítid ad thú sért ofurlítid hraeddur vid svona kláran kött. Hvernig komast their inn í herbergid? Knús, los padres
Það er líka alveg pæling sem hræðir mig.. Hvernig komast þeir inn. Stundum gleymi ég að loka hurðinni á meðan ég skrepp í bað eða eitthvað, en ég var t.d alveg hárviss um að ég hefði lokað hurðinni vandlega þegar kötturinn fór inn og kveikti á tónlistinni.
Hmm...honum líður greinilega ekki vel, þessum sem kúkar út um allt. Kannski er kattaklósettið ekki hreinsað nógu oft, eða kannski semur köttunum ekki nógu vel. Þá þurfa þeir sitt hvort klósettið.
vá hvað er langt síðan ég hef heyrt í ´þér litli bróðir. Viltu ekki skella þér til Íslands í smá frí í september? Ég er nefnilega að fara þá!!!
Hey getur sett myndbönd af klára kettinum á You Tube en jamm sniðugt að gera eins og Freyja stakk upp á. Endilega komdu heim í frí í september. Gætum jafnvel haft fjölskylduhitting.
Skrifa ummæli