mánudagur, 23. júní 2008

Rannsókn #1

Hversu illa lítur Jón út, miðað við tíma dags

Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga áhrif næturlífs á útlitslegt ástand Jóns. Tilraunin var framkvæmd um helgina og eru niðurstöðurnar mældar með spegli.


Eins og sjá má á grafinu hér til hliðar er morguninn allra verstur fyrir Jón. 9:00, ef hann er heppinn, fer hann á fætur. Lélegt útlitsástand er í hámarki, eða 10 (illa-útlits einingar) En ef vel var tekið á því kvöldið áður versnar útlitið um leið og hann stendur upp og kíkir í spegil, eins og hægt er að sjá á grafinu (kl. u.þ.b. 9:05) þar sem hann skríður rétt yfir 10 . Hann hefur það að vana að smyrja sig með húðkremi, ásamt þess að fara í sturtu til að milda áhrif gríðarlegrar myndun.

Þegar líður á daginn fara áhrifin hinsvegar hægt og rólega að minnka. Hann lítur ennþá mjög illa út í kringum hádegi og fram að u.þ.b kvöldmatarleyti. Þá er húðin búin að losa sig við stórt magn af -um, verður minna bólgin og rauðir blettir fara að hverfa. Kl. 0:00 hefst svo óhófleg drykkja, myndun brýtur öll met, Jón gleymir að smyrja sig með kremi áður en hann fer að sofa og grafið endurtekur sig, með sömu niðurstöðum næsta dag. Það hefur gert hið sama eins lengi og við höfum rannsakað manninn.

Dr. F. Bitschauser

1 ummæli:

Freyja sagði...

Þá er bara að hætta að drekka og muna að bera á sig kremið! Eða þú getur allavega reynt að gera annað hvort.....!!!