Ég er lifandi.
Flest ykkar vita þetta núna, en kannski ekki allir. Ég og Louisa erum hætt saman. Allt er í góðu samt sem áður. Ég drekk kannski aðeins meira en ég gerði fyrir, en ekkert í óhófi.
Ég er nú enginn róni! En í öðrum fréttum er að ég er líka hættur í skólanum mínum. Ég ákvað að þrátt fyrir að finnast mjög gaman að forrita að forritunarnám (eða kannski bara nám, yfirhöfuð) var "ikke noget for mig."
Þar af leiðandi hef ég ótakmarkaðan tíma til að einbeita mér að mismunandi kreatívum hlutum. Ég er t.d. að vinna í tónlistarmyndbandi fyrir Hjortene. Þar að auki er í plönunum að byrja að gera fleiri myndasögur í Heimilisfræði seríunni.
Ég bý á Amager núna, deili herbergi með Steffen. Húsið er hið alræmda Amagerhús, sem er svona svipað og Huset på Christianshavn, nema bara með fullt af þunnu fólki sem gerir ekki neitt allan daginn.
En núna ætla ég að fara út að drekka, eins og mér er lagið, ekki?
Myndband Vikunnar:
laugardagur, 9. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gott að vita að allt er í góðu en leitt að þið séuð hætt og þú hættur...Vona að þú hafir það gott í þynnkuhúsinu og að verkefnin stór og smá hrúgist upp hjá þér hvert öðru skemmtilegra.Knús af klakanum þar sem lífið er í sínum venjulega hægagangi...
Skrifa ummæli