fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Kalaset og rafmagn

Ég sit núna á Kalaset (það sem ég kys að kalla mitt Cheers) og spila Backgammon með Steffen.

Ástæðurnar fyrir því að við erum hér, en ekki bara heima eru tvær.

#1, Því það er sólskin í dag, og á morgun er pottþétt ekki sólskin. Þannig að maður verður að fara út þegar það kemur sólskin. Það er regla.

#2, Af því að það er ekkert internet heima. Ástæðan fyrir því er sú að allir reikningar í Amagerhúsinu "hverfa" á mjög mystískan hátt. Það veldur mörgum vandræðalegum aðstæðum, af og til.

Síðasta þriðjudagin, t.d., vaknaði ég þegar tveir menn frá Dong Energy bönkuðu á hurðina mína og Steffens (hurðin í herberginu okkar liggur út í garð.) Við vorum báðir steinsofandi, en ég stóð upp og opnaði hurðina, á nærbrókunum. Mennirnir tveir sögðu mér að við þyrftum að borga rafmagnsreikninginn okkar núna, eða þeir myndu loka fyrir rafmagnið. Steffen, ennþá hálf sofandi, spurði hvað reikningurinn væri hár.

12.000 danskar krónur. Þá hófst einn stór farsi þar sem ég og Steffen hlupum um allt húsið og vöktum alla sem voru heima, og sendum fólk af stað í hraðbanka. Á meðan allir voru í hraðbanka hjálpaði ég mönnunum að leita að mælinum, sem ég hafði ekki hugmynd um hvar var staðsettur.

Eftir langa leit, fundum við mælinn og allir stóðu með peninga, samtals ca. 9000 kr og ein á leiðinni í hraðbanka eftir restinni, þegar einn mannanna segir "Hey, slappiði af. Við lásum mælinn og þið þurfið bara að borga 1.700 krónur."

Ég sá að Steffen fékk næstum því hjartaáfall, en ekki eins og hann hefði fengið bestu fréttir í heimi, eins og þetta voru. "17.000 krónur?!"

"Nei, Steffen. Uss, borgaðu þeim 1.700 núna, áður en þeir skipta um skoðun!"

Við borguðum og þeir fóru, og við þökkuðum þeim fyrir að vekja okkur svona vinalega.

10 ummæli:

OlgaMC sagði...

býrðu í einhverri kommúnu þar sem allir eru tilbúnir að hlaupa út í hraðbanka þegar þið biðjið um það?

OlgaMC sagði...

og voru kannski allir í sydbank þannig að þetta tók geðveikt langan tíma?

Ragnheiður Sturludóttir sagði...

Oh.. Kalaset. Ég elska Kalaset.

Nafnlaus sagði...

hehehe alltaf fjör hjá þér bara.

Nafnlaus sagði...

hehehe alltaf fjör hjá þér bara.

Jón Kristján sagði...

Olga, við búum í húsi á Amager, og þekkjum öll hvort annað, þannig að þegar það á að slökkva á rafmagninu, er fólk frekar viljugt til að redda peningum. Og nei, enginn nema ég er í Sydbank. Það er enginn nógu heimskur til þess.

Nafnlaus sagði...

já var þetta rafmagn fyrir allt húsið. ég fatta samt þetta hús ekki. en ég sé það bráðlega.

Nafnlaus sagði...

Ég vona að það verði sólskin áfram og þú bloggir reglulega...svona til þess að við vitum af þér og þú rifjir upp íslenskuna.
Mamma

Dóra Björt sagði...

Bíddu, hvernig er þetta, býrðu ekki lengur með kjæró?

Inga Auðbjörg sagði...

Ahh, þeir eru einmitt að missa sig í því að ofrukka okkur, mið og meðleigjendurna. Stuhuð. Og svo hringir maður í Eneco og heimtar lægri reikning og hver vísar á annann. Og ég sem tala ekki hollensku. Sveiattan.