Fyrst og fremst vil ég biðja þá sem geta að fara hingað og digga vídjóið. Teiknimyndin mín er nefninlega komin á Featured lista á YouTube, og er þess vegna að fá smá athygli þar. Þar á meðal eru kómhendingar á borð við "Its horrible, TERRIBLE, GOD AWFUL, GO TO HELL COCKSUCKING GAY HUMAN RIGHTS PROMOTING, LESBIAN, ANAL SEX WITH OTHER GUYS HAVING, DILDO SELLING, DEVIL WORSHIPPING, BIGOT!!!"
En hin 300 hafa margt gott að segja um myndina og ég er afskaplega ánægður að litla teiknimyndin mín hefur fengið athyglina sem hún átti skilið.
Maður er oft fullur og af og til finnst manni maður vera einum of fullur. Á sumum sést það, vinkona mín talar t.d. alveg rosalega hátt þegar hún er full. Á Steffen sést það í augunum. En þegar þú heldur að þú sért orðinn aðeins of fullur þá sérðu alltaf einhvern sem er miklu fyllri en þú. Um daginn, úti á mjög ánægjulegum bar, sá ég stelpu sem gat ekki staðið í lappirnar. Eftir að hafa bent og hlegið smá að henni, með vinunum, kom hún svo og settist hliðina á mér og vinkonu minni.
"Er... þetta mmm-kærastan þín..?" "Eh, nei. Þetta er vinkona mín." (Hér hefði ég klárlega átt að segja já.)
"Ætlarðu.. hérna.. í sleik við hana?" "Veistu, ég var að spá í ekki að gera það. En farð þú bara í sleik við hana." (Ekki sniðugt, því þegar ég sagði þetta greip hún í brjóst vinkonu minnar.)
"Ef þú ferð ekki í sleik við hana, þá skaltu fara í sleik við mig!" (Ég veit að maður segir ekki skaltu á íslensku, en hún var líka dönsk og talaði dönsku..)
"Já, hey! Ok, skemmtilegt dílemma sem þú ert búinn að setja mig í," segi ég. Hún skildi mig ekki alveg. Hún hélt áfram að spyrja mig. Að lokum sagði ég "Nei, veistu. Ég er hommi. Ég er faktísk að reyna við gaurinn þarna" og benti á einhvern strák sem sat fyrir framan mig. Núna sá ég eftir að hafa ekki sagt já við kærustu spurningunni.
"Nei, nei.. ekki.. ó, djöfull," segi ég í tilraun til að stöðva hana. Hún ákvað nefninlega að hjálpa mér með strákaleitina mína. Hún öskrar á gaurinn, og signalerar að ég vilji fá athygli frá honum. Ég kíki á hann og brosi. Ég útskýrði aðstæðurnar fyrir gaurnum og hann hló, en ég held samt að hann haldi að ég hafi samt verið hommi.
Stelpan slúttaði þessu afbragðskvöldi svo með að detta og fella borð með fullt af glösum. Henni var hent út.
laugardagur, 23. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þessi kómhenta er æðisleg. Þú verður þekktur sem dildósölumaðurinn hér eftir!
múhahahahahhahaha
Skrifa ummæli