sunnudagur, 3. desember 2006

Jæja!

Þá er búið að ákveða að ég verð áfram á Íslandi í nokkra daga og mun því upplifa útskriftina mína. Þar af leiðandi verður útskriftarveisla, vúhú!

En í aðeins léttari fréttum er nýjasta myndasagan komin út, þrátt fyrir prófstress. Stærðfræði á morgun, óskið mér góðs gengis.

13 ummæli:

OlgaMC sagði...

nú? hvað kemur til?

Jón Kristján sagði...

Bara, ákváðum það í gær. Betri leið til að kveðja Ísland.

OlgaMC sagði...

yeah!

Sigríður Eir sagði...

Er mér boðið?

Unknown sagði...

Að sjálfsögðu, Sigga mín!

Nafnlaus sagði...

já jón! Ljósperan eins og í gamla daga! Brothætt og hressandi!1

Jón Kristján sagði...

Já, það var alveg frekar mikið kominn tími á eina þannig, Helgi. Hugmyndin af þessari er líka alveg frá gömlu dögunum, þegar við vorum að semja handrit að stuttmynd og ég hripaði niður nokkrar myndasöguhugmyndir. :)

OlgaMC sagði...

vá! Louisa er orðin góð í íslensku. magnað.

Sigríður Eir sagði...

Já þetta er greinilega skýr stúlka sem þú ert búin að ná þér í Jón minn :)

Atli Sig sagði...

Jeij gaman! Hvaða dag er útskriftin?

Atli Viðar sagði...

omg. til hamms.

Nafnlaus sagði...

Yay!! Gleði wohoo!!!

Hafrún Ásta sagði...

Vá Jón hvað þessi myndasaga var fyndin og takk fyrir á laugardaginn. Hlakka til að sjá þig útskrifast.