Hérna kemur ein gasalega skemmtileg tölvuspila staðreynd. Við getum kallað þetta
Spilastaðreynd nr. 1.
Allir kannast við Super Mario. Vinsældir hans urðu til þess, eins og oft gerist, að allir herma eftir. Flestir gera það án þess að vera of augljósir og sumum tekst jafnvel að gera gott úr. Ein sú skemmtilegasta eftirherma er án efa þessi hér.

Leikurinn The Great Giana Sisters kom út tveimur árum eftir The Super Mario Brothers. Eftirherman er augljós út frá nafninu einu og sér. En eins og það var ekki nóg þá stóð á kassanum "The Brothers are history!" Í staðinn fyrir pípulagningamanninn í rauðu og bláu fötunum er komin heimsbjargandi húsmóðir, í alveg eins fötum, og sveppir prýða einnig framhlið kassans, en eins og allir muna vonandi voru sveppir notaðir til að stækka Mario. Auk þess eru geimskipin sem fljúga í bakgrunninum skuggalega lík fyrsta óvininum sem maður hittir í Mario. En engin er eftirherman ef spilið sjálft er ekki nákvæmlega eins en
sú var klárlega raunin.
Um leið og leikurinn fer í sölu grípur Nintendo að sjálfsögðu í taumana á málinu og er spilinu kippt úr búðum hið snarasta. Það urðu þó ekki endalok leiksins en enn þann dag í dag eru til aðdáendur. Ef ekki aðdáendur leiksins (sem var að sjálfsögðu dreift um netið þegar sú tækni kom til sögunnar) þá tónlistarinnar sem spilið notaðist við. Síðar var spilið svo endurútgefið á GSM símum.
Þó í þetta sinn einungis undir nafninu
'Giana Sisters'.
4 ummæli:
Mér fannst svo leiðinlegt að sjá engin komment við þessa færslu þannig að ég ákvað að kommenta! Mér finnst þetta líka soldið magnað með þessar systur, kannski maður reyni að hafa upp á þessum leik.
Já og bara svo þú vitir það(eða veistu það kannski þegar?) þá er þetta e-r annar Atli sem kommentaði á færsluna Jólin eru að koma. En hvaða Atli veit ég ekki, mér þætti gaman að vita hver það væri(Ég er ss Atli Sig/Nas/Jesú etc).
ég veit ekki hvort það hafi verið ég? ég er s.s. atli viðar.
Já meinar...þetta er bara ruglinslegt!
Skrifa ummæli