Eftir gærdaginn - sem í grófum dráttum byrjaði á því að ég hélt að allt væri geðveikt breytt hér (ruglaðist á Keflavík og Reykjavík; frá flugvélinni..) og labbaði um alveg gáttaður en komst síðan að því að ég er bara með geðveikt lélegt minni, flest allt var nákvæmlega eins og áður en ég fór - naut ég vænum svefni með kærustuna, ásamt komandi skóladegi, í draumum mínum.
En vonir mínar um að skólinn myndi vera minna ruglandi en fyrsti dagurinn á Íslandi fuku fljótt beinustu leið út um gluggann. "Hæ, gaman að sjá þig.. vá, það er geðveikt langt síðan síða..ehh, hvað í fjandanum er þetta stóra gráa dæmi fyrir utan gluggann?!" voru fyrstu orðin eftir að ég steig inn í Norðurkjallarann. Íslenskukunnátta mín var heldur ekkert sérstaklega sterk þannig að ég átti það til að sprauta út úr mér orðum eins og sammen og starter. Nema með mjög íslenskum hreim.
Það erfiðasta var án efa hvað það voru margir í skólanum sem ég hef aldrei séð. Þar að auki voru svo margir af þeim sem ég kannast við ekkert mikið meira en bara kunningjar. Guði sé lof að það eru þó ennþá nokkrir gullnir vinir eftir í skólanum.
Í stuttu máli sagt þá leið mér nánast eins og útlendingi. Eða eins og manni í heimsókn.
"Já, hæ. Velkomin heim. Mmmhm. Ok, bæ."
þriðjudagur, 22. ágúst 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Ertu ekki hálfgerður útlendingur núna?
Jú, eiginlega.
ég skal hjálpa þér að komast aftur inn í íslenskan kúltúr ;) no wörrís beib
Velkominn heim frændi! Sé þig vonandi áður en þú flýrð land á ný!
best að láta þig vita líka frændi, ég er byrjuð að blogga eins og allir hinir! Slóðin er http://hallaputti.bloggar.is
Elsku besti.
Ertu ekki aldursforseti mh núna? Hinn nýji Þórgnýr!
Hmm, góð pæling. Getur svosem alveg verið. Eru einhver fríðindi innifalinn í því?
Skrifa ummæli