mánudagur, 28. ágúst 2006

Ég er hættur

Ég er hættur að reykja. Frá og með deginum í dag er ég hættur.

Og í hvert skipti sem mig dauðlangar í nikótín, ætla ég í staðinn að skrifa eina færslu. Hér er sú fyrsta:

Í dag kom Olga. Ásamt öðrum gullnum vinum, veitir Olga mér tilgang með þessari heimsókn minni á klakann. Ef það væri ekki fyrir þessa gömlu góðu vini hér (þið vitið alveg hver þið eruð), myndi ég mun frekar vilja vera heima í Danmörku hjá Louisu.

Skólinn hefur bæst til muna eftir að Olga kom. Áður hafði ég fátt annað en afstæðiskenningu Einsteins til að vekja mér kátínu. En eftir bæði partýið á föstudaginn (þar sem allmargir af hressa fólkinu sem ég missti af á síðasta ári voru) og heimkomum Olgu, hefur Ísland hækkað í áliti í mínum augum.

Gaur! Hættu að tala um Olgu! Þú ert búinn að sjá hana í þrjár mínútur. Samtals!

Ég og Helgi tókum allverulega feitt í tölvuspilin í gær. Stríð voru háð í herkænskuspilum, þar sem Helgi og hans her, prýddur náttálfum og trjám, tókst að rústa mínum aumkunarverða Orka liðdeild. Mjög hresst. Vildi að Olga og Helgi væru í Danmörku. Og Fannsi og Egill. Alltaf. Eins og Sigga og Katrín.

Aðeins 19 dagar í heimsókn Louisu!

Miðgarður er stútfullur af geðveikt hressum einstaklingum með ferðatölvur og einhverfu.