mánudagur, 3. júlí 2006

Vinna, vinna.. VINNA!

Já, skólinn er búinn. Sorgin sest yfir nemendur. Og allir fara að vinna.

Og hvað getur Jón kallinn unnið við í aðeins tvo mánuði? Fátt annað en afleysingar í lager- og pakkaflutningavinnum. Húrra! Síðasta vika samanstóð af næturvakt frá mánudegi til miðvikudags og svo vinna frá kl. sjö um morgun föstudag til sunnudags.

Það væri ekki frásögu færandi nema að mér tókst einhvernveginn aldrei að sofa almennilega á milli vinnudaga. Endaði því með að ég sofnaði eftir hádegi á sunnudag og vaknaði ekki fyrr en.. tjah. Núna.

Engin ummæli: