sunnudagur, 15. janúar 2006

Skólinn byrjar á morgun

Og ég gæti ekki verið meira spenntur.

Annars hitti ég skoskan mann á Rust í gær sem vann að gerð Colin McRae Rally, sem er einn af geðsjúkustu bílaleikjum allra tíma, og er akkúrat núna að vinna að nýjasta Hitman leiknum. Hann var svo glaður að hitta mig því allir sem hann hafði talað við hingað til þekktu ekkert til tölvuleikja.

Það er mjög áhugavert að hitta svona fólk. Fólk sem að maður hefur hugsað oft til, bara óbeint. Hvert skipti sem ég hugsa "Veistu, mér finnst grafíkin í þessu hér bara frekar nett," hugsa ég óbeint um fólkið sem vinnur hart að þessum tölvuleikjum.

Og svo, bara upp úr þurru, hitti ég mannin bakvið grafíkina. Svona er lífið skondið.

Haha. Ég er svo mikið nörd.

Engin ummæli: