þriðjudagur, 24. janúar 2006

Manuel Claro

Ég fékk þá yndislegu mynd, Voksne Mennesker, í jólagjöf frá Helga. Æðisleg mynd, horfðum á hana í skólanum.

En nú væri það ekki frásögu færandi, nema að á mánudaginn síðasta kom þekktur danskur myndatökumaður, Manuel Claro, til að kenna okkur margt um ljós í kvikmyndum. Og bara myndatöku í heild sinni. Í hléinu bendi ég á Voksne Mennesker diskinn sem hann hafði tekið með sér og spyr "Hvad synes du om den her film?" rosalega stoltur af því að þetta væri hálf-íslensk mynd. Hann svarar svo "Ja, men.. Jeg synes den er fantastiskt og jeg filmede den."

Mér leið eins og fávita. En hann var samt algjört krútt, og tjáði mér að íslenski DVD-inn væri miklu betri en sá danski, þar sem hann inniheldur mikið af aukaefni sem mátti ekki hafa á diskinum í Danmörku.

Engin ummæli: