Þeir eru nú algjört æði og krútt, allir saman. Eins og ég var ekki nógu þreyttur þegar ég kom úr skólanum klukkan tíu um kvöldið, þá mætti ég öskrandi manni niðri á Nørreport. Tíu mínútna bið í lestina mína, og ég elska ekkert meira en að bíða eftir lest. Nema kannski öskrandi rónar. Ég elska þá eiginlega mest.
Ég labba mjög lúmskulega framhjá honum og þykist ekki hafa heyrt í honum, með heyrnatól og iPod. Halló, sérðu ekki að ég er merkilegur, litli róni? Hunskastu burt. Dugði ekki lengi og ég þurfti að sitja í tíu mínútur með öskrandi mann við hliðina á mér. Hann var ekki einu sinni að öskra á mig, heldur einhvern sem hann ímyndaði sér að væri beint fyrir framan nefið á honum.
Vildi bara svo skemmtilega til að nefið á honum stefndi í áttina til mín.
Þetta hefði kannski allt verið mun þægilegra ef hann hefði ekki talað enn óskýrara mál en Danirnir sjálfir tala venjulega. Heyrði hann samt segja að námskerfi Danmerkur væri einhver skítur. Ég hugsaði bara með mér, Hey gaur.. Komdu bara til Íslands.
Bara svo það sé á hreinustu hérna, þá hef ég ekkert á móti heimilislausum. Hef hitt nokkra rosalega krúttlega og skemmtilega, og veit af fleirum sem eru jafnvel enn æðislegri. Það bara vill svo skemmtilega til að ég vil endilega halda geðheilsu minni og heyrn.
þriðjudagur, 13. desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli