Eins og sjá má á síðustu færslu, þá fóru gæði þessa bloggs hríðlækkandi með komu Olgu til Danmerkur.
Það má með vissu segja að Olga ætti að vera hérna oftar.
En þessi færsla er ætluð allt öðrum efnum. Ég er nefninlega byrjaður að reykja. Áttaði mig ekki svona almennilega á því fyrr en í gær. Ég fullvissa ykkur um að ég veit alveg hversu kjánalegt það er. Fyrir svona tveimur vikum síðan byrjaði ég að reykja eina eða tvær sígarettur þegar ég var úti að drekka. Ennþá reyki ég bara þegar ég drekk, en sígaretturnar eru orðnar fleiri samt sem áður. Þar af leiðandi dreg ég þá ályktun að ég sé einfaldlega orðinn háður þessu og að því geti ég kallast reykingarmaður, í orðsins fullri merkingu.
En ég er í það minnsta búinn að viðurkenna þetta, sem er meira en margir geta sagt að þeir hafi gert þegar þeir byrjuðu að reykja sem táningar. Og þess vegna finnst mér ekkert meira óþolandi en að þurfa að heyra "Jón, þetta er svo heimskulegt.. Afhverju að byrja þegar maður er tvítugur?" Að sjálfsögðu er þetta heimskulegt. Hvaða fáviti veit ekki að reykingar eru kjánalegar? Það stendur stórum stöfum á hverjum einasta pakka "REYKINGAR DREPA!" Þetta vissi ég þegar ég var 12 ára, þetta veit ég núna.
Þess vegna á ég mjög erfitt með að hlusta á fólk, sem byrjaði að reykja á táningsaldrinum, segja mér hvað ég er vitlaus. Ég er vitlaus, þið eruð vitlaus. Við erum öll vitlaus. Það er það sem gerir okkur mennsk. Ef ykkur líður betur um sjálf ykkur, eða mig, þegar þið kallið mig vitleysing, þá endilega haldið því áfram. Það hefur ekki mikil áhrif á mig, því ég veit nákvæmlega hversu heimskulegt þetta er. Alveg eins og flestir vissu nákvæmlega hversu heimskulegt þetta var þegar þeir byrjuðu að reykja.
Að öðru leiti hef ég tekið þessu öllu rosalega rólega. Tek engu af þessu svo rosalega alvarlega. Ég meina, það veit enginn, hvorki ég né neinn annar, hvernig ég á eftir að takast á við reykingar. Hver veit nema að ég hætti að reykja eftir mánuð? Hver veit hversu mikinn viljastyrk ég hef. Hver veit nema að ég sé ómeðvitað að gera þetta til að geta sannað mig fyrir öðrum. Sannað að ég hef það sem það tekur til að hætta svona. Hefði ég þá ekki alveg eins getað bara sannað það að ég þyrfti ekki á sígarettum að halda yfirhöfuð? Ætli ég endið með því að fá krabbamein?
Eins og þið sjáið er hægt að spurja fullt af spurningum. Ég nenni ekki að svara neinum af þeim. Ég veit bara að ég er á einhverju sjúklegu breytingarskeiði og hver veit hvað ég verð eftir það. Reykingarmaður? Kóngur? Prestur? Róni? Ástríkur eiginmaður? Enginn veit.
Það eina sem ég veit er að ég er að skemmta mér bara príðisvel hérna út í Danmörku. Sama hvað gerist.
laugardagur, 10. desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli