mánudagur, 10. október 2005

Eftirdragandinn

Jæja, þá er helgin yfirstaðin. Fyrir harðjaxlana er hér mynd af sárinu eftir aðfaranótt Laugardags.

Spennan gagnvart Kulturnat er að magnast og ég fór í dag upp í Amager Hunde Salon, að taka myndir af karlalegri konu að klippa hunda sem voru hlekkjaðir við loftið. Frekar merkileg upplifun.

Sniðug pæling dagsins:
Var að hlusta á Daft Punk is Playing at My House með LCD Soundsystem um daginn, og fattaði að ég hafði aldrei almennilega hlustað á textann. Tók allt í einu eftir því að lagið fjallaði um mann sem, líklega út af einhverri geðveiki, vill fá sem flesta heim til sín í partý og hefur planlagt að hleypa þeim aldrei út. Eða, eins og sagt er í lok lagsins, "I'm never, ever gonna let them out!"

Engin ummæli: