sunnudagur, 25. september 2005

Ég sakna ykkar allra

Ég var að fletta í gegnum fullt af myndum sem ég tók af krökkum úr MH, og öðru fólki sem ég þekki á Íslandi, og ég fylltist söknuði. Þið megið ekki misskilja mig. Það er sjúklega gaman hér í Danmörku. Hver dagur er ný upplifun. En á meðan ég get eignast vini hérna, verða þeir aldrei eins og vinirnir sem ég hef á klakanum.

Það gladdi mig mjög að heyra að það hefði verið skálað fyrir mér í leikfélagspartýi í gær. Það gladdi mig enn meira að frétta að Olga hafi, eftir að skálað var, öskrað "Hann er ekki dáinn, krakkar!" og hlaupið inn í herbergi, grátandi. Það er svo gott að vita að þið eruð ekkert búin að gleyma mér.

Ég hafði lofað sjálfum mér að láta það aldrei gerast að sitja í veislu hér og hætta að skemmta mér útaf söknuði. En það gerðist í gær, þegar ég sat í sófanum í partýi sem ég lýsti sjálfur með orðinu "sindsygt!" að ég fór að hugsa um ykkur öll, og allar góðu stundirnar með ykkur. Ég hálfpartinn vildi að þið væruð öll hér í Danmörku með mér. En um leið er þetta mín lífsreynsla, og ég vil upplifa þetta einn.

Ég hef kannski ekkert alltaf samband við ykkur, en ég er sko ekki búinn að gleyma ykkur.

Myndir valdar af handahófi og gæðum

Lög helgarinnar:
  • Cornershop - Brimful of Asha (Fatboy Slim Mix)
  • Groove Armada - I See You Baby (Shakin' That Ass)
  • Jet - Are You Gonna Be My Girl

Engin ummæli: