Það verður alltaf skemmtilegra og skemmtilegra í skólanum hér í Köben.
Danskan gengur betur með hverjum deginum, en það er ennþá dálítið erfitt að skilja hana. Það versta er samt að orðaforðinn minn er ekkert svo rosalegur. En Danirnir eru svo hjálpsamlegir að ég læri eitthvað nýtt á hverjum einasta degi. Nú læt ég af og til út úr mér önnur orð en 'skidegodt', þó kannski ekki eins skemmtileg.
Á mánudaginn var það nýopnuð strönd í Amager. Hress staður, og ég átti gott samtal við Christopher og hans framtíð sem trúður í Frakklandi. Kenndi honum síðan að juggla, og er hann nú þegar orðinn fjandi góður.
Þriðjudaginn fórum við svo á Islandskbrygge, sem er næstum því strönd. Nema bara í miðjum bænum og inniheldur ekki sand. Feitur staður, með risastórum stökkpall ofan í djúpt hafið.
Miðvikudaginn drakk ég restina af kassanum sem ég keypti á þriðjudaginn (að sjálfsögðu gaf ég með mér, því ég myndi aldrei geta klárað þetta allt sjálfur.) Heill kassi af bara mjög fínum bjór kostaði ekki nema þúsund krónur íslenskar. Magnað. Eftir að hafa drukkið restina af kassanum með Luis og Steffen, fórum við ásamt Line út á Mojo þar sem eitt frekar feitt blúsband spilaði fyrir gesti.
Í dag bauð Christopher mér með ásamt Lisu á forsýningnu fyrir einhverja stuttmyndahátið (Super16) sem var vægast sagt geðveik. Átta mjög ólíkar myndir. Mjög erfitt að útskýra innihald þeirra, en það var vægast sagt mjög gaman á þessari hátíð. Síðan snæddum við saman á einhverjum grænmetisstað, og þau tjáðu mér að þau vildu gjarnan koma einhverntímann til Íslands. Ég sagði þeim að sjálfsögðu að Íslands væri ömurlegur staður og þar væri ekkert nema leiðinlegt fólk. Eða, nei.
Á morgun verður svo farið niður í bæ að drekka öl og tjútta aðeins. Ég held ég haldi mér svona semí-hóflegum núna. Er ennþá smá þreyttur eftir miðvikudagsfylleríið.
Þar að auki er ég búinn að fara í fyrsta stemmetræning(raddæfingar) tímann minn. Þetta var örugglega það besta sem ég hef gert í lífinu. Það var svo gaman að bara sleppa sér og syngja almennilega. Svo vorum við tekin eitt og eitt til að syngja fyrir kennarann. Kennarinn, Lone, er úber-hress og sagði að ég væri með æðislega rödd og skráði mig niður sem tenór.
Ég er vægast sagt ánægður með lífið akkúrat þessa stundina.
fimmtudagur, 25. ágúst 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli