laugardagur, 27. ágúst 2005

Flashback

Alltaf gaman þegar maður fær svona flashback, og það í frekar ómerkilega hluti. Reyndar er þetta ekkert svo hrikalega ómerkilegur hlutur.

Það var nefninlega þannig að ég var í vinnunni minni í Háskólabíó, að láta mér leiðast andskoti mikið. Þá koma tveir strákar, þrettán ára gamlir, og spurja hvort þeir megi koma inn og kaupa popp. Ég, svolítið undraður, hleypi þeim inn. Svo á leiðinni út, þá sér annar þeirra mig "juggla" og spurði hvort ég væri trúður þegar ég væri ekki að vinna í bíóinu. Svo endum við á að spjalla alveg helvíti lengi saman. Ég miðla þeirri nýfundnu vitneskju minni að það er asnalegt að hata ákveðna tónlistarmenn jafnvel þó þú fílir ekki tónlistina þeirra og enn kjánlegra að vera algjörlega á móti öllu sem kemur út úr einhverri ákveðinni tónlistarstefnu. Þú gætir alltaf lent í því að finna rapp sem þú fílar, og hvað gerirðu þá? Ætlarðu að hata það, af því að þú ákvaðst að hata allt rapp?

Þeir sögðust aldrei hafa pælt í þessu svona. "Já, það er alveg rétt. Það er frekar asnalegt." Svo, seinna í okkar samtali kom það í ljós að annar strákanna var sonur netsjórans í MH. Sem var fyndið, því ég ímyndaði mér alltaf að netstjórinn ætti leiðinlegustu börn í heimi.

Ég man að eftir þessi stuttu kynni hugsaði ég, "Það væri mjög gaman ef þessi litli (og kannski ómerkilegi) fróðleikur minn um tónlist myndi hafa einhver áhrif á skoðun þessara ungu drengja, seinna í lífinu."

Tónlistin akkúrat þessa stundina: Pink Floyd - The Wall (Diskur tvö fyrst, af einhverri ástæðu..)

Engin ummæli: