
Samfylkingin sendi mér bréf sem innihélt leiðbeiningar til atkvæðagreiðslu og, að sjálfsögðu, atkvæðaseðil. Svo virðist sem að Vala hafi skráð mig í Samfylkinguna þvert á móti minni ákvörðun um að gera það ekki. Er ég opnaði þetta bréf var ég í fyrstu mjög á móti því að kjósa, þar sem ég hafði lítið sem enga vitneskju um annanhvorn aðilan á kjörskrá. Ég vildi ekki bara kjósa Ingibjörgu "af því að hún er kona."
Það var því heppilegt að seinna bréfið, sem var einnig frá Samfylkingunni, innihélt tvo bæklinga með upplýsingum um bæði formannsefnin. Eftir dágóða lesningu var maður tilbúinn í slaginn.
Þriðja bréfið var reikningur frá tannlækninum mínum. Frábært. Og kær kveðja, í formi nafnspjalds. Takk, Sigfús.
Það fjórða, og dularfyllsta, kom síðan frá Þýskalandi. Það var frá fyrirtæki að nafni LetterNET, þar sem ég var vinsamlegast beðinn um að staðfesta þáttöku mína í þeirra blessuðu pennavinaþjónustu. Jæja, hver af ykkur grínistunum skráði mig í pennavinaklúbb? Sá seki má vinsamlegast játa prakkastrikið í kommentunum svo ég geti sent honum eitt stykki kartöflu í skóinn, næsta Desember. Annars er ég ekki ennþá viss hvort ég ætli hreinlega að henda þessu bréfi. Gæti alveg verið gott áhugamál að senda cirka eitt bréf á mánuði til einhverrar ókunnugrar manneskju.
Hlekkur líðandi stundar: Lokaatriði Seven leikið af brúðum
Plata síðastliðna daga: Guero - Beck
Engin ummæli:
Skrifa ummæli