Ljósmyndaferil mínum er endanlega lokið, og það jafnfljótt og hann hófst. Eftir að hafa byggt mér upp þær miklu vonir um að fá eitthvað í líkingu við fallegt varð ég vægast sagt fyrir vonbrigðum. Myndirnar sem ég fékk í hendurnar voru í sjálfu sér ekkert slæmar. Alls ekkert í ljótari kantinum, að minnsta kosti. Vandamálið var að af 12 myndum, sem ég hélt ég hefði tekið, þá komu úr framköllun aðeins tvær. Svo virðist sem að myndavélin hafi bara ekkert sett þessar 8 myndir á filmuna, en samt sem áður leyft mér að halda að þær væru til staðar.
Ég held ég haldi mér sem lengst frá myndatökum þangað til að ég hef fest kaup á einhverja góða digital vél. Ætla ekki að fara að borga annan 600 kall fyrir fjögra mynda framköllun.
Platan:
O'Donel Levy - Simba
Robin Nolan Trio - Travels
miðvikudagur, 9. mars 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli