miðvikudagur, 9. mars 2005

Miðgarður 04

Hér sit ég, í miðjum hins ódauðlega eðlisfræðitíma - sem átti reyndar sína spretti fyrir svona korteri, þegar hún sýndi okkur rafsegulknúinn mótor - á Miðgarði, andspænis góðum félaga mínum, Miðgarði 04.
Þessi góðkunningi hefur enn ekki tekið upp á því að bila á þessum fimm mínútum sem ég hef verið hér, sem hlýtur að teljast til mets í þessum skóla. Það er eitthvað annað en þessi fálkur heima hjá mér, sem gerir hvað sem hann getur til að innbyrða ekki Windows stýrikerfið. Kannski ætti ég að telja það sem jákvæðan eiginleika, þar sem núna neyðist ég til að læra meira á Linux, sem ég hef alltaf viljað gera en aldrei haft þolinmæðina til.

Umræðan í NKJ: Auglýsingar í bíómyndum.

Platan: The Kinks - Ultimate Collection

Engin ummæli: