Ég og Hákon héldum upp á tvífardaginn okkar, en eitt sinn, fyrir langa löngu, þegar ég þekkti Hákon lítið sem ekkert, þá komum við í skólann klæddir í nákvæmlega eins bol, buxum og skóm. Þetta var einstaklega skrítin tilviljun, og átti fólk oft erfitt með að þekkja okkur í sundur. Til að fagna þeirrar skemmtilegu tilviljun, sem leiddi til þess að ég kynntist honum Hákoni betur, þá læddumst við sömu fötum aftur í dag. Flipp.
Annars sit ég heima, við tölvuna, með útvarpið hérna hliðina á mér að bíða eftir því að þeir gefi hlustendum möguleika á að vinna Nintendo DS leikjatölvuna, sem er algjör kostagripur og mun verða minn, ef símhringihæfileikar mínir bregðast mér ei.
Lagið: Beck - E-Pro
föstudagur, 11. mars 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli