fimmtudagur, 3. mars 2005

Svefn

Ég kláraði The Colour of Magic, á tiltölulega stuttum tíma. Leshraðinn eittvað kominn í gang. Terry Pratchett er snillingur, óumdeilanlega. Nú er bara að byrja á Hitchhiker's Guide to the Galaxy.

Í gær keppti Menntaskólinn við Hamrahlíð við Borgarholtsskóla í spurningakeppni framhaldsskóla. Æsispennandi keppni, en hápunkturinn (fyrir utan að sjá mig á stóra skjánum, með risastóran stiga á bakinu, í matrósafötum og með trúðamálningu) var tvímælalaust lokaspurningin, þar sem stigin þrjú hefðu landað okkur sigurinn. En nei, óþekktur íslendingasagnamaður hoppaði aldrei inn í hug liðsmanna Gettu Betur liðs MH, og því endaði leikurinn 24-26 fyrir Borgó. Mjög svekkjandi, en liðið okkar stóð sig samt vel.

Ég er að íhuga það stranglega að breyta eitthvað til á síðunni. Sjáum hvernig það fer.

Engin ummæli: