mánudagur, 7. mars 2005

Flipparar

Djöfull er ég feginn að fólk er almennt frekar flippað á'ðí.

Lendi samt stundum í því að vera eitthvað að flippa, eða sprella, við fólk sem ég þekki kannski ekkert of vel. Það getur endað með hörmungum. Glens sem einum gæti þótt bráðfyndið, gæti hæglega móðgað næsta mann. Ég veit eiginlega ekkert hvert ég er að fara með þetta, annað en að vara sjálfan mig við, og vonandi aðra, þannig að ég endi ekki með því að flippa aðeins of mikið í framtíðinni. Alltaf er tímabært að flippa smá, en ég ætla t.d. ekki að standa upp og kalla, hátt og snjallt, 'Afsakið, má bjóða yður klósettpappír, á tilboðsverði?' í miðju starfsviðtali.
Nema ég væri að sækja um sem klósettpappírssölumaður.

Myndin - Rocky Horror Picture Show

Hversu góður ætli maður sé í að labba á hælaskóm. Vó, strætó. Skóli. Skítur.

Engin ummæli: