laugardagur, 5. febrúar 2005

Áttundi Heimur

Frammistaða mín í Super Mario Bros. hefur farið skánandi. Komst, með fljúgandi góðum árangri, í áttunda og síðasta heiminn, en missti næstum öll lífin mín í kastalanum þar á undan. Þvílíkt sprell. Ótrúlegt hvað þeir endurnýta gömul borð oft, en bæta svo bara við erfiðari skúrkum. Helvítis endakarlinn er farinn að kasta hömrum út í öll horn, sem er vægast sagt óþolandi.

Eins og ég hafði minnst á áður fyrr, þá er Ben Folds að fara að gefa út nýja breiðskífu bráðlega. Platan, Songs for Silverman, mun koma út í Apríl. Þeir sem þekkja ekki Ben Folds mega skella góðum lögum á borð við Ascent of Stan, Rockin' the Suburbs og Fired á fóninn, og bíða svo spennt eftir nýju plötunni hans. Vil ég hér með þakka Agli Halldórssyni, jólalagahöfund Rásar 2, fyrir að hafa kynnt mér fyrir þessum geðþekka listamanni.

Ace Ventura: Pet Detective var tekin í áhorf í gær, með góðra vinahóp, og sá hún fyrir mikilli skemmtun. Jim Carrey, og grettur hans, eru ávallt fyndnar og á maður erfitt með að ímynda sér að þessi mynd hefði verið eitthvað án hans.

Ég (haldandi á bjór, nýkominn úr skóla): "Jæja, bara fullur í skólanum!"
Pabbi (einnig nýkominn úr skólanum, vinnunni sinni): "Já, það er venjan. En ekki í dag."

Lagið: Ben Folds - Fired

Ég þarf virkilega að fara að finna leiðir til að afla mér peninga.

Engin ummæli: