Leiklistaráfanginn, LEI133, er örugglega einn besti áfangi sem ég hef stundað í MH. Það tók smá tíma að átta sig nákvæmlega á því hvað spuni snýst virkilega um. Ég var alltaf geðveikt að strita við það að gera sniðuga og hnyttna spuna, sem endar alltaf með ósköpum, á meðan það skiptir langmestu máli að halda sér alltaf í karakter og fylgja reglum, ef þær eru settar. Ef maður heldur sér algjörlega í karakter, þá kemur restin náttúrulega fram. Kannski verður það ekkert fyndið, en það verður vel leikið. Einnig er þögn alveg fáranlega mikilvæg, og erfið. Eitthvað sem ég á erfitt með að sætta mig við.
Ég fékk opinberlega ógeð á spaghettí í gær, að minnsta kosti næsta mánuðinn, þegar ég eldaði mér svona 60 kíló af því og skellti álíka magni af tómatsósu á það. Ég reyndi við spaghettífjallið, en það var til einskis. Mér leið svipað illa og mér líður eftir óhóflegt magn af áfengi.
Leiðrétting á fyrri færslu: Strætóbílstjórinn var meira svona, nákvæmlega eins og Hatchet Harry í Lock, Stock and Two Smoking Barrels.
Pæling dagsins: Ætli það sé ekki frekar lekkert að talsetja teiknimyndir?
Orð dagsins: hækil·sveppur KK landb. - bólga í slímsekk á konungsnefi hesta
fimmtudagur, 10. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli