Systir mín er að koma til landsins og vil ég því tileinka henni þessa færslu.
Freyja systir er mikill dýravinur og er að læra dýralæknafræði (veit ekki hvort þetta er rétt heiti yfir nám hennar) út í Danmörku. Þar hefur hún verið í þónokkurn tíma (5 ár?) en fór líka til Ecuador að bjarga öpum, og allskyns dýrum. Hún hefur reyndar ferðast margt á þessu tímabili, en minnistæðast fyrir mig var þegar hún sendi okkur mynd af apanum Coco Chuchachi, sem hún bjargaði af einhverjum svörtum markaði í Ecuador. Ég vildi að ég ætti einhverjar myndir af þessum yndislega apa, en ykkur verður að duga lýsingin, en hann leit út eins og Níels, apinn hennar Línu Langsokk. Ég og Freyja eigum okkur skemmtilega sögu því við vorum ekki beint elskulegustu systkini sem sögur fara af. Núna kann ég að meta hversu góð systir hún var mér þegar ég var lítill, en á barnæskuárum mínum fór hún heldur betur í taugarnar á mér. Hvort það var réttlætanlegt eða ekki veit ég ekki alveg, en við áttum okkar augnablik.
Einu sinni fór mamma mín að versla, og skyldi mig eftir í umsjá Freyju. Allt gott og blessað, nema að þegar mamma kemur síðan heim situr Freyja mjög fúl og hliðina á henni liggur reipi. Aðspurð hví hún sé svona súr á svip, segir hún mömmu að ég hafi verið endalaust að nöldra í henni um að fá að lita í bókina hennar. "Og hvað svo?" spyr mamma. "Nú, ég batt 'ann. En hann grenjaði svo mikið að ég neyddist til að losa 'ann."
Hún festi líka pening upp í nefinu á sér, þegar hún var yngri, þegar hún var að reyna að sýna fram á galddrahæfni sína.
þriðjudagur, 8. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli