Í gær fór ég með tveimur celebrities (svona hrokafullt fólk sem kemur fram í Idol og Séð & Heyrt) í litla samkomu. Þetta endaði sem óvenjuhresst kvöld, verð ég bara að segja. Það almagnaðasta gerðist, þar að auki, þegar ég var að snúa höfrungnum (sem er svona höfrungur fastur við stóra málmkúlu, sem snýst síðan í hringi) og viti menn! Höfrungurinn stöðvast, öfugur.
Já, vá. Þetta er bara engan veginn jafnmagnað í ritformi. En trúið mér. Þetta var ótrúlegt. Sjónhverfingar? Nei, ég held hreinlega að ég hafi bara verið góður.
Þar sem ég er mikill áhugamaður sjónvarpsþáttarins Family Guy, hef ég verið að fylgjast með starfsemi skapari þáttarins, Seth McFarlane. Eins og margir vita, þá var Family Guy tekinn af dagskrá og aldrei framleiddur nýr þáttur eftir þriðju seríu. Eftir langan tíma, var loks tekin ákvörðun að gera fjórðu og síðustu seríuna, sem mun koma út í maí á þessu ári, að öllum líkindum. En það sem er einnig áhugavert er að Seth, sem á að baki sér þætti eins og Johnny Bravo, Cow & Chicken og Dexter's Laboratory, er einnig að framleiða nýja þætti undir nafninu American Dad. Það verður spennandi að sjá hvernig þessir þættir verða, en ef dæma má af Family Guy þá verður þetta alveg viðbjóðslega fyndið.
Og allir að kíkja á Martröð á Jólanótt í kveld, en núna verður haldin þriðja sýningin, upp í Loftkastala. Góða nótt, öllsömul.
sunnudagur, 16. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli