þriðjudagur, 4. janúar 2005

Stjórnvöld

Spáið í því hversu auðvelt það er að rekja flestöll vandamál beint til stjórnvalda. Nei, ég segi nú bara svona. Þau gera kannski allt illt, en tökum til dæmis nýlega vá í Asíu.

Stjórnvöldin vissu að það væri jarðskjálfti á leiðinni og að hann myndi líklega skella á vatni og mynda flóðbylgju þessu klukkutíma fyrr, hefðu getað látið alla vita, en vildu ekki skapa óþarfa glundroða út af engu. Að sjálfsögðu vissu þeir aldrei hversu mikið þetta yrði, og eru óvanir slíkum hlutum, en það hefði nú alveg mátt vara fólk við án þess að skapa kaós.

Katrín kom með mikinn gullmola á MSN þegar ég tjáði henni hversu mikið mér leiddist eftir að vera hættur að æfa. "Það jafnast ekkert á við fullkomna afslöppun eftir svona törn."

Þvílík viska. En svo sagði hún: "Flugurnar drepa. Mundu það, Jón. Í alvöru." Og lífsins ráðgátur voru sem opin bók fyrir mér, héðan í frá.

Engin ummæli: