Ok, núna er maður farinn að velta fyrir sér leiklistinni og þá vakna upp allskyns spurningar. Hérna kemur ein sú pæling, kannski þið leikmenntaða fólk getið upplýst mig nánar um hvernig þetta virkar.
Hvernig fer það með samband manns við aðra manneskju ef maður er síðan upp á sviði í ástríðufullum kossi með annarri manneskju? Ég get ekki ímyndað mér annað en að elskhugi manns verði mjög öfundsjúk út í þessa manneskju sem maður er í kossaflensi með á hverri sýningu. Myndi hún skilja það að maður er bara að leika, og þetta sé eitthvað sem maður verði að gera. Ég hefði haldið að ef sambandið væri nógu sterkt myndi svona mál ekki skipta neinu, en ég veit að mér myndi hinsvegar vera mjög óöruggur með það að kyssa aðra stelpu en Sif, þótt ég sé bara að leika. Hvernig fer fólk eins og Hilmir Snær með svona hluti? Hann á eiginkonu, en sést oft á tíðum í heitum ástarleikjum með öðrum kvenmönnum uppi á sviði. Ætli Skjaldbökurnar hafi t.d., eftir að hafa skotið alloft augngotum að henni April og ósjaldan reynt við hana, þurft eftir þættina að koma heim til eiginkvenna sinna og útskýra málið? Nei, það er einmitt eitthvað sem bara ekki passar við þetta.
Hvernig myndi maður svo undirbúa sig fyrir svona senu? "Ok, ég er ekki að fara halda framhjá, ekki hugsa þannig. Þetta er bara leikur. Já, einmitt. Leikur." Fá Hilmir Snær og Skjaldbökurnar aldrei samviskubit yfir því að vera, tæknilega séð, að svíkja konuna sína? Ég pældi vel og lengi í þessu í dag.
Svo spurði ég einmitt Sif að þessu og hún svaraði mér bara: "Ég myndi kýla þig."
En sætt af henni.
miðvikudagur, 26. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli