Ég hef loks komist að ókostinum varðandi notkun iMac tölvunnar hans pabba. Hún er sú að nú er ég undir stöðugu eftirliti móður minnar, sem krefst þess óðum að ég eyði minni tíma við tölvuna og að ég dembi mér í lærdóminn áður en ég snerti lyklaborðið.
En hvað um það? Ég læri þá bara og svei mér þá, ég held að jarðfræði sé bara með áhugaverðustu fögunum sem ég hef verið í.
Svo er af vinsældarlistanum að fregna að Tobbi, einnig þekktur sem Tóbías (reyndar ekki) og Þorleifur, hefur hoppað upp um eitt sæti, á meðan flestir hoppuðu niður sökum þess að Atli Bollason og keipdúnkur hans eru mættir sterkir inn á listann í fimmta sæti. Einnig hefur Guðmundur Vestmann skotið sér í tíunda sætið með gott blogg þótt dvalarstaður þess sé af verri kantinum. Í tilefni þessara breytinga, og fjölda fólks sem berst um að komast á þennan lista, þá er það enginn ósigur að vera ekki inná honum. Það komast bara tíu að og er það ekkert skammarlegt að vera í Stafrófsröðuðu Kaósi (sem er að sjálfsögðu ekki stafrófsraðað, því þá væri ekkert kaós, bara svona til að forðast allan misskilning.)
Svo eru komnir tveir nýir Áhugaverðir hlekkir. Sá fyrri er að Double Fine Action News sem er heimasíða fyrirtækis Tim Schafer, snillingurinn á bak við leikina Day of the Tentacle, Full Throttle, Grim Fandango og enn óútgefnum Psychonauts. Þetta væri ekki merkileg síða ef ekki væri fyrir tíðar bloggfærslur hans Tim sem geta verið endalaust fyndnar(mæli eindregið með því að fara í gamlar færslur og skoða þær) og mjög svo súrar og skemmtilegar myndasögur.
Síðan kemur OverClocked ReMix sem inniheldur aragrúann af tónlist úr tölvuleikjum í nýju búningi, þar með talið í jazz-útgáfum. Mæli þar eindregið með hljómsveitunum Neskvartetten og OneUp Mushrooms.
Svo síðast kemur Penny Arcade en þeir félagar færa lesendum skemmtilega og oft á tíðum bitra ádeilu á tölvuleiki (oftast) í formi texta og myndasagna.
laugardagur, 8. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli