Ég gerði mikil mistök. William Shatner og Bók Dauðans, AKA Íslenskar Bókmenntir 20. Aldar, var mér ofviða og ég ákvað bara að gefast upp. Las lítið sem ekkert fyrir íslensku prófið, og viti menn, ég er að sjálfsögðu fallinn.
Spá mín í þessum prófum er svohljóðandi:
Jarðfræði - Fallinn
Spænska - Í góðum málum
Efnafræði - Tja.. mjög tæpt
Íslenska - Illilega fallinn
Já, ég veit. Ég er ömurlegur. En það er annar hlutur sem er ömurlegri, og það er íslenska. Sérstaklega íslenskar bókmenntir. Ef þeir væru ennþá að kenna setningafræði, málfræði og stafsetningu, þá væri ég náttúrulega að brillera. En bókmenntasagan er mér sem japanska.
En hey, svona er lífið. Mér gæti eiginlega ekki verið meira sama akkúrat núna. Þetta þýðir kannski að ég þarf að vera lengur í skóla, en hvað er svosem slæmt við það? Menntaskóli er nú alveg fínt tímabil.
Ég hlustaði á andskoti hresst lag á leiðinni heim, í strætó. Lagið er kannski ekki sérstaklega gott á neinum mælikvarða, en hresst skal það teljast. Lagið er hið víðfræga Ghostbusters þema með Ray Parker Jr.
Eftir að hafa notið þessarar tónlistar, er mér skapi líkast að fara og horfa á Ghostbusters 1 og 2. En nei, ég þarf að klára spænsku bloggið mitt og læra fyrir líffræði. Held ég láti árangur minn í íslenskuprófinu ekki endurtaka sig í seinustu tveim prófunum mínum.
mánudagur, 6. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli