mánudagur, 6. desember 2004

Heyrðu nú mig

Ég trúi því nú ekki að enginn hafi kommentað á Sæðið hans Chucky?

Það er augljóst að þetta er eitthvað herkænskuráð til að ráða mig af dögum sem konung. Já, konung yfir ykkur, vesælingar. Ég viðurkenni alveg að ég hef ríkjað hér með harðri hendi, en það er algjör óþarfi að vera með eitthvað helvítis skítkast.

Snillingarnir hjá ECWeb, fyrirtækinu sem ég vann hjá í mánuð, eru ekki ennþá búnir að borga mér. Þetta eru sorgarfréttir fyrir fjölskylduna mína, þar sem ég hugðist kaupa jólagjafir fyrir þennan pening. Harðar samræður eru þó enn í gangi, og ef heppnin er með mér þá verða gleðileg jól hjá öllum meðlimum fjölskyldunnar. En svo skiptir mestu máli að hún sé öll saman, þá verða jólin hátíðleg, ekki satt?

Annars er frekar sorglegt að segja frá að ég hef ekki getað komist í almennilegt jólaskap ennþá. Enginn snjór, bara próf. Satt að segja, hef ég eiginlega ekkert farið í jólaskap frá því að ég byrjaði að vinna á McDonald's, þó ég sé nú löngu hættur að vinna þar. Þá tvo desember-mánuði sem ég vann hjá þeim, fann ég ekki fyrir jólaandanum fyrr en seint á aðfangadagskvöld, þegar ég loksins fékk frið frá vinnunni. Og núna, þegar ég er loksins hættur, sé ekki fram á að andinn sæki mikið í mig, þar sem ég verð á fullu að æfa fyrir leikritið. Bara ef það kæmi nú smá snjór í lok prófanna, svona svo maður geti skellt sér út í snjókast til að halda upp á próflok. Þá kæmi kannski einhver smærri útgáfa andans yfir mig.

Eða, sem fullkomið væri, að Villi komi með grammafóninn í próflok og við kveikjum á kertum, borðum piparkökur og höfuð það svona almennt kósý. Ég og Villi. Og fleiri.. Einhverjir fleiri.

Aftur í lærdóminn ég sný mér.

Fróðleiksmoli #1: Ásta Sigurðardóttir, skáld, fannst gaman að pósa nakin, átti fimm börn á fimm árum, og voru þau öll tekin af henni, og drakk sig í hel.

Engin ummæli: