Takk.
En jú, ég kláraði einmitt jólakortið mitt. Það er ekki eins og ég vildi hafa það, enda hafði ég alltof lítinn tíma til að klára það. En það kom út betur en ég bjóst við til að byrja með, enda fyrsta skiptið sem ég reyni að skyggja eitthvað yfirhöfuð. Er t.d frekar ósáttur við það að jólasveinninn lítur út eins og Jamaicu-búi í dulargervi.
Já, hérna er skíturinn.
Leikfélagsæfingin í dag var með þeim hressari sem ég hef mætt á. Fólk var bókstaflega að þagga niður í mér, sökum þess hversu hress ég var út allan daginn. Held ég hafi komist í uppsprettu alls hressleika. Nefninlega Olga. Það þarf ekki annað en að hún geri eitthvað fyndið hljóð og ég brest í hlátursvímu. Gerðist einmitt í bílferð, sem var áætluð til að sækja töskuna mína og bikarinn hennar Olgu, en hún dokaði við í Aktu Taktu til að fá sér pylsu. Ég sagði eitthvað geðveikt fáranlegt, þannig að Olga hló beint framan í Aktu Taktu stúlkuna (Drive 'n Take Girl!) þannig að hún móðgaðist smá. Síðan, þegar stelpan kom með pysluna hennar Olgu, þá hélt ég að hún hefði lokað lúgunni út af því hún væri svo móðguð og ég öskraði því "Já, bless!" geðveikt frekjulega. En lúgan var jú, opin, þannig að stelpan varð ennþá móðgaðri. Og svo, eftir að hafa rétt okkur pylsuna, bauð hún Olgu einhvern miða og þá hló Olga aftur beint framan í hana út af frekjulega tilsvarinu mínu. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það hafi verið mikil hrækja og hrár laukur í pylsunni hennar.
laugardagur, 18. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli