Ég er mjög tæpur á því akkúrat núna. Við einkunnarafhendinguna stóð á blaðinu að ég hefði fallið á önn. Sem er alls ekki nógu gott. Ég talaði hinsvegar við Efnafræðikennarann minn, skoðaði prófið og þar komst ég að því að kennarinn hefði gleymt að gefa mér heil sex stig. Þar af leiðandi var ég kominn úr 23 stigum í 29 af 70. Sem þýðir að ég fór úr þremur í fjóra, sem þýðir að með annareinkunninni minni kemst ég í fimm og næ því áfanganum, sem gefur mér þessa einu einingu sem ég þarf til að ná önninni. En til að ná áfanganum verð ég að ná sjálfu prófinu, en til þess þarf ég 30 stig af 70. Þannig að mig vantar eitt stig til að ná prófinu, til að ná önninni. Efnafræðikennararnir eru núna að fara yfir prófið mitt til að sjá hvort ég fái ekki þetta eina stig sem mig vantar.
Ég er svo andskoti stressaður núna.
mánudagur, 20. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli